Nýr rakki til landsins

Þann fjórða september sl. losnaði hinn sjö mánaða gamli Flatham’s Väjjen Dell Iceland Romeo úr einangrun. Til að hægt sé að koma upp frambærilegum stofni hér á landi var full þörf á góðum karlhundi hingað til lands enda fáir einstaklingar til á landinu. Eftir töluverða bið og ráðleggingar frá reyndum Flatcoated ræktendum var ákvörðun tekin um að óska eftir hvolpi úr spennandi pörun hjá Flatham´s ræktuninni í Svíþjóð sem myndi henta vel á móti Bez-ami´s Always my Charming Toscu. Foreldrar Romea hafa báðir sannað sig í vinnu og á sýningum og hafa gott geðslag sem hefur svo sannarlega skilað sér í hvolpinn. Romeo fellur einstaklega vel inn í hópinn á Berjaklöpp líkt og ætlast má til af hundi af Flatcoated Retriever tegund. Um er að ræða yfirvegaðan, blíðan, opinn og forvitinn hund sem spennandi verður að kynnast betur.timage

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s