Föstudaginn 11. nóvember var hvolpasýning HRFÍ þar sem 160 hvolpar voru dæmdir. Þar af voru fimm Vetrarguðir. Allir voru þeir til fyrirmyndar í hringnum og fengu ljómandi góða dóma hjá hinum spænska Rafale Malo Alcrudo. Að þessu sinni valdi dómarinn Norðanheiða Kuldabola Ými sem besta rakkann og N-h Svartaþoku Skottu sem bestu tík og fór hún síðan í úrslit um hvolp sýningar.
Á laugardeginum kom svo Romeo í dóm og fékk hann fyrstu einkunn eða excellent.

Norðanheiða Hellidemba Salka