Nóvembersýning HRFÍ

Föstudaginn 11. nóvember var hvolpasýning HRFÍ þar sem 160 hvolpar voru dæmdir. Þar af voru fimm Vetrarguðir. Allir voru þeir til fyrirmyndar í hringnum og fengu ljómandi góða dóma hjá hinum spænska Rafale Malo Alcrudo. Að þessu sinni valdi dómarinn Norðanheiða Kuldabola Ými sem besta rakkann og N-h Svartaþoku Skottu sem bestu tík og fór hún síðan í úrslit um hvolp sýningar.

Á laugardeginum kom svo Romeo í dóm og fékk hann fyrstu einkunn eða excellent.

15135787_10154748579059133_1570982595174205324_n

Norðanheiða Hellidemba Salka

Auglýsingar

Veðurguðir

Hvolparnir úr fyrsta goti Norðanheiða ræktunarinnar fengu ættbókarnöfn er vísa í veður og veðurfar og kallast því Veðurguðirnir. Tíkurnar fengu nöfnin Norðanheiða Rjómablíða; Snjómugga; Skýjahula; Hellidemba; Forsæla; Svartaþoka og Hitabylgja. Rakkarnir heita svo Norðanheiða Stinningskaldi; Kuldaboli; Andvari; Hnjúkaþeyr; Hríðarbylur og Skýjaflóki.

Töluverð eftirspurn var eftir hvolpunum og gætum við ekki verið heppnari með heimili handa þeim og una þeir sér allir vel. Sjö hvolpar fengu heimili á höfuðborgarsvæðið og sex þeirra í Eyjafirði.

Flestir hvolpanna á höfuðborgarsvæðinu sátu saman 8 vikna námskeið hjá Hundaskólanum Hundalíf og stóðu sig með prýði. Fanney hefur svo boðið hvolpunum fyrir norðan í reglulegan hitting þar sem hún hefur leiðbeint þeim með hlýðniæfingar og stýrt umhverfisþjálfun við góðar undirtektir. Það verður virkilega spennandi að fá að fylgjast með þeim í framtíðinni.