Veðurguðir

Hvolparnir úr fyrsta goti Norðanheiða ræktunarinnar fengu ættbókarnöfn er vísa í veður og veðurfar og kallast því Veðurguðirnir. Tíkurnar fengu nöfnin Norðanheiða Rjómablíða; Snjómugga; Skýjahula; Hellidemba; Forsæla; Svartaþoka og Hitabylgja. Rakkarnir heita svo Norðanheiða Stinningskaldi; Kuldaboli; Andvari; Hnjúkaþeyr; Hríðarbylur og Skýjaflóki.

Töluverð eftirspurn var eftir hvolpunum og gætum við ekki verið heppnari með heimili handa þeim og una þeir sér allir vel. Sjö hvolpar fengu heimili á höfuðborgarsvæðið og sex þeirra í Eyjafirði.

Flestir hvolpanna á höfuðborgarsvæðinu sátu saman 8 vikna námskeið hjá Hundaskólanum Hundalíf og stóðu sig með prýði. Fanney hefur svo boðið hvolpunum fyrir norðan í reglulegan hitting þar sem hún hefur leiðbeint þeim með hlýðniæfingar og stýrt umhverfisþjálfun við góðar undirtektir. Það verður virkilega spennandi að fá að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s