Um okkur

Að baki Norðanheiða stöndum við, Fanney Harðardóttir og Gunnhildur Jakobsdóttir. Fanney er búsett í Eyjafjarðarsveit en Gunnhildur í Reykjavík.

Hundar og hundasport er eitt helsta áhugamál okkar og vorum við svo lánsamar að kynnast flatcoated retriever (flatti) tegundinni þegar við eignuðumst gotsystkini úr flatta goti frá árinu 2009.

Báðar tökum við virkan þátt í hlýðnikeppnum, veiðiprófum og sýningum hér á landi með ágætum árangri. Það er metnaður okkar að taka þátt í að koma þessari tegund á legg hér á landi enda er hér um að ræða afskaplega fjölhæfan hund í vinnu og að auki alveg frábært heimilisdýr sem lyndir við alla fjölskylduna.

Auk flatta þá á Fanney einnig einn rakka af tegundinni Ungversk Vizsla og Labrador Retriever tík með eiginmanni sínu Sigfúsi Hreiðarssyni sem er virkur skotveiðimaður ásamt því að taka þátt í veiðiprófum.

Gunnhildur býr með manni sínum og tveimur dætrum undir 6 ára og fellur flattinn einkar vel inn í fjölskylduna og þóknast öllum meðlimum hennar.

Allir hundarnir okkar búa inn á heimilinu og eru fyrst og fremst frábærir heimilishundar og félagar.

 

Allar nánari upplýsingar um tegundina og fyrirhuguð got má nálgast hér:

Fanney Harðardóttir, berjaklopp@simnet.is

Gunnhildur Jakobsdóttir, gunnhildurj@gmail.com

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s