Nóvembersýning HRFÍ

Föstudaginn 11. nóvember var hvolpasýning HRFÍ þar sem 160 hvolpar voru dæmdir. Þar af voru fimm Vetrarguðir. Allir voru þeir til fyrirmyndar í hringnum og fengu ljómandi góða dóma hjá hinum spænska Rafale Malo Alcrudo. Að þessu sinni valdi dómarinn Norðanheiða Kuldabola Ými sem besta rakkann og N-h Svartaþoku Skottu sem bestu tík og fór hún síðan í úrslit um hvolp sýningar.

Á laugardeginum kom svo Romeo í dóm og fékk hann fyrstu einkunn eða excellent.

15135787_10154748579059133_1570982595174205324_n

Norðanheiða Hellidemba Salka

Auglýsingar

Veðurguðir

Hvolparnir úr fyrsta goti Norðanheiða ræktunarinnar fengu ættbókarnöfn er vísa í veður og veðurfar og kallast því Veðurguðirnir. Tíkurnar fengu nöfnin Norðanheiða Rjómablíða; Snjómugga; Skýjahula; Hellidemba; Forsæla; Svartaþoka og Hitabylgja. Rakkarnir heita svo Norðanheiða Stinningskaldi; Kuldaboli; Andvari; Hnjúkaþeyr; Hríðarbylur og Skýjaflóki.

Töluverð eftirspurn var eftir hvolpunum og gætum við ekki verið heppnari með heimili handa þeim og una þeir sér allir vel. Sjö hvolpar fengu heimili á höfuðborgarsvæðið og sex þeirra í Eyjafirði.

Flestir hvolpanna á höfuðborgarsvæðinu sátu saman 8 vikna námskeið hjá Hundaskólanum Hundalíf og stóðu sig með prýði. Fanney hefur svo boðið hvolpunum fyrir norðan í reglulegan hitting þar sem hún hefur leiðbeint þeim með hlýðniæfingar og stýrt umhverfisþjálfun við góðar undirtektir. Það verður virkilega spennandi að fá að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Sumarsýning HRFÍ 2016

Um helgina tók Romeo þátt í tvöfaldri sumarsýningu HRFÍ. Eru þessar sýningar einstaklega skemmtilegar enda fara þær fram utandyra og myndast alltaf góð stemming bæði hjá tví- og ferfætlingum. Romeo undi sér vel í þessu margmenni líkt og flöttum er von og vísa enda nóg af fólki sem veitti honum athygli og klapp. Heillaði hann bæði gesti og dómara. Hann fékk íslenskt meistarastig á báðum sýningunum og hlýtur titilinn RW16 (Reykjavík Winner 2016).

reykjavikwinner2016-2

reykjavikwinner2016-3

 

 

 

 

 

 

 

 

reykjavikwinner2016-4reykjavikwinner2016-1

 

Retrieverdeildin stóð fyrir flottri kynningu á sækivinnu retrieverhunda báða dagana. Romeo  tók þar þátt og stóð sig einnig vel í því enda fátt skemmtilegra en að fá að sækja.

Hvolpar fæddir

Loksins kom að því ! Á fimmtudaginn gaut hetjan okkar hún Tosca 14 hvolpum og stóð hún sig eins og hetja. Einn fæddist dauður en hinir 13 eru allir sprækir og komnir á spena. Þar af eru 7 tíkur og sex rakkar. Tosca stendur sig afbragðsvel og hreint ótrúlegt að þetta sé hennar fyrsta got.

ToscuGot

Flatcoated retriever got væntanlegt í sumar

Mynd

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna væntanlegt Flatcoated retriever got í sumar. RW15 ISshCH OB1 Bez-Ami´s Always My Charming Tosca (á vinstri mynd) var pöruð  með Flatham’s Väjjen Dell Iceland Romeo (á hægri mynd). 

bd88b9d5-490b-4cb1-8a58-d5332a98beed

 

image1 (1)

Tosca er þriggja ára gömul tík innflutt frá Svíþjóð árið 2013. Romeo er 1,5 árs gamall rakki, einnig frá Svíþjóð sem var sérstaklega valinn til ræktunar með Toscu m.t.t. heilbrigðis og skapgerðar. Báðir hundarnir eru mjög tegundatýpískir í útliti og skapi (vinnusamir, opnir, fjölskylduvænir og glaðir). Tosca hefur gert það gott bæði á sýningum og vinnu og eru fyrstu skref Romeo í sýningarhring og í vinnu mjög lofandi. Nánari upplýsingar um hundana má sjá hér á síðunni.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við Fanneyju í tölvupósti: berjaklopp@simnet.is

Flatcoated retriever pörun

Um miðjan janúar síðastliðin pöruðustu Táta og Lakkrís (Almanza Signs From Above). Sónarskoðun leiddi í ljós að Táta er hvolpafull og er fyrirhugað got um miðjan mars.

Lakkrís er afar geðgóður og tegundatýpískur flatti þ.e. opinn, glaður og félagsgjarn og verður spennandi að sjá hvað verður úr þessari pörun.

Lakkrís2

Almanza Signs from Above, hér má sjá ættbók Lakkrís