Æfing við Silungapoll

Við Táta fórum á langþráða sækiæfingu við Silungapoll í Heiðmörk um helgina í góðum félagsskap, í ísköldu og fallegu veðri. Lítið hefur verið um æfingar síðustu vikurnar en meira um hjóla- og reiðtúra innan borgarmarkanna. Líkt og hún á að sér að vera eftir góða æfingapásu þá mætti hún stútfull af orku og áhuga.

Silungapollur-2Silungapollur-1Silungapollur-3

Auglýsingar

HRFÍ sýning

Nú um helgina var Romeo ( Flathams väjjen dell iceland romeo )  á hvolpasýningu. Þetta gekk bara vel og fékk hann fína dóma . Enn á eftir að fínpússa ýmislegt svo hann standi sem best en þetta kemur og var sýninginn meira notuð sem umhverfisþjálfun.image

Nýr rakki til landsins

Þann fjórða september sl. losnaði hinn sjö mánaða gamli Flatham’s Väjjen Dell Iceland Romeo úr einangrun. Til að hægt sé að koma upp frambærilegum stofni hér á landi var full þörf á góðum karlhundi hingað til lands enda fáir einstaklingar til á landinu. Eftir töluverða bið og ráðleggingar frá reyndum Flatcoated ræktendum var ákvörðun tekin um að óska eftir hvolpi úr spennandi pörun hjá Flatham´s ræktuninni í Svíþjóð sem myndi henta vel á móti Bez-ami´s Always my Charming Toscu. Foreldrar Romea hafa báðir sannað sig í vinnu og á sýningum og hafa gott geðslag sem hefur svo sannarlega skilað sér í hvolpinn. Romeo fellur einstaklega vel inn í hópinn á Berjaklöpp líkt og ætlast má til af hundi af Flatcoated Retriever tegund. Um er að ræða yfirvegaðan, blíðan, opinn og forvitinn hund sem spennandi verður að kynnast betur.timage

Sýningarárangur

Helgina 25. – 26. júlí fór fram tvöföld hundasýning undir beru lofti í Víðidal í Reykjavík. Fanney dreif sig suður og tók þátt með Toscu og gekk sem fyrr vel á sýningunni. Á laugardeginum fór fram svokölluð Reykjavík Winner sýning. Norski dómarinn Antonio Di Lorenzo dæmdi Toscu og hlaut hún íslenskt meistarastig og titilinn Reykjavík Winner (skammstafað RW15 í ættbók). Seinni daginn fór fram alþjóðleg sýning og hlaut Tosca sitt fjórða alþjóðlega meistarastig (CACIB) hjá hinum sænska dómara Joakim Ohlsson og er nú hægt að sæka um titilinn Alþjóðlegur sýningarmeistari (sem skammstafað er C.I.E. í ættbók).

Enn og aftur frábær sýningarárangur hjá hinni skemmtilegu Bez-Ami´s Always My Charming Tosca

IMG_6698

Skriðið undan feldi

FullSizeRender-2

Táta bíður á meðan Fanney og Tosca vinna

Mikill snjóavetur hefur verið hér norðan heiða og hefur það aðeins haft áhrif á æfingar utandyra. Með hækkandi sól og minni snjó hafa æfingar aukist og orðið markvissari. Veiði- og hlýðniæfingar lofa góðu enda njóta tíkurnar sín í slíkri vinnu.

FullSizeRender-4

Fanney og Tosca í línuvinnu

Um helgina fórum við á hlýðninámskeið með Þórhildi Bjartmarz hundaþjálfara hundaskólans Hundalífs. Áhersla var lögð á æfingar í Hlýðni 1 og 2 og fórum við heim með marga góða punkta til að vinna með.

IMG_3631

Gunnhildur og Táta æfa fyrir Hlýðni 2

Markmið sumarsins hjá okkur er umfram allt að hafa gaman með tíkunum og undirbúa okkur fyrir veiði og hlýðnipróf.