Tegundin

Uppruni

Þróun sækjandi fuglahunda, sem og flestra annarra hreinræktaðra hundategunda, var gerð með ákveðin tilgang eða vinnu í huga. Flatcoated Retriever (flatti) var ræktaður til að sækja skotna bráð á landi og í vatni.

Á bak við flatta hafa hinar ýmsu hundategundir með mismunandi eðlislægu eiginleika verið notaðar og hafa eftirtaldar tegundir verið nefndar: retrieverar (sækir), nýfundnalandshundar (vatnavinna), fjárhundar (auðþjálfaður), setterar (fuglavinna og þol) og spanielar (vatnavinna).Upprunaland tegundarinnar er England.

Útlit

Flattinn er meðalstór, sterkbyggður hundur með örlítið síðhærðan vatnsfráhrindandi og sléttan feld. Höfuðið er langt, straumlínulagað og sterkbyggt og kollur flatur. Lítil sjáanleg skil er á milli andlits og höfðukúpu. Trýnið er stórt, kjaftur víður og kjálkar sterkir. Flattinn er með sterkbyggðan háls sem aðlagast vel baki hundsins sem er lárétt, aldrei hallandi né sveigt. Skottið er loðið, hallar niður og rís aldrei hátt. Brjóstkassinn er djúpur og kúptur og þrengist hratt upp í nára. Fætur eru ávalir og sterkbyggðir og skarta síðum feldi. Feldur hundsins er þéttur, miðlungssíður, fremur fíngerður og sléttur. Flattinn er mjúkur og liðugur í hreyfingum.

Æskileg hæð rakka að herðakambi er 59-61,5 cm, tíkar 56,5-59 cm og þyngd rakka 27-36 kg, tíkur 25-32 kg.

Eðli

Flattinn er orkumikill, athafnasamur og fjölhæfur veiðihundur með sterka þörf til að þóknast fólki. Hann geislar af lífsgleði, er sjálfsöruggur og opinn hundur sem gerir hann að frábærum fjölskylduhundi. Flattar eru námsfúsir, harðgerir og þornir, úthaldsmiklir, mjög sæknir í eðli sínu og lyktnæmir. Þeir þurfa mikla hreyfing og þjálfun til að beina orku sinni og vinnusemi á rétta braut. Ekki er mikið varðeðli í tegundinni en flatti mun þó láta fjölskyldu sína vita af óeðlilegum mannaferðum við heimili sitt með gelti, þó ólíklegt sé að hann fylgi gelti sínu eftir.

Vinna

Þó tegundin hafi upprunalega verið ræktuð sem sækjandi veiðihundur og er frábær sem slíkur þá er hún þekkt fyrir fjölhæfni sína og hentar vel bæði í vinnu og skemmtun. Sem vinnuhundar þá hefur flattinn verið vinsæll leiðsögu- og hjálparhundur (fyrir blinda og hreyfihamlaða) sem og leitar- og fíkniefnaleitarhundur. Flattinn er einnig frábær félagi í allskyns hundasporti líkt og hlýðni- og sporaprófum og hundafimi- og danskeppnum og er vinsæll sem slíkur í Bretlandi og á Norðurlöndunum þar sem tegundin er mjög vinsæl.

Þjálfun

Flattar eru ákafir til að læra og er auðvelt að kenna þeim. Best hefur reynst að haga þjálfun þeirra í stuttum lotum en þeir geta fljótt orðið þreyttir á endurtekningu. Tegundin viðheldur hvolpalega skapi sínu og orku fram á efri árin og hefur höfundur bókarinnar The Complete Flat-Coated Retriever fjallað um tegundina sem „Pétur Pan“ sækjandi fuglahunda þar sem flattinn virðist aldrei alveg fullorðnast.

Flattar eiga það til að vera heldur þrjóskir og reyna á mörk eigandans. Þolinmæði og jafnaðargeð er nauðsynlegir kostir eiganda flatta og hefur reynslan sýnt að þjálfunaraðferðir byggðar á jákvæðri skilyrðingu (verðlauna rétta hegðun) gefa bestan árangur en neikvæðar aðferðir (refsingar fyrir ranga hegðun) getur átt það til að koma í bakið á eigandanum.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s