Um ættbækur

Hundarnir okkar eru skráði í Hundaræktarfélag Íslands (HRFÍ). Félagið er aðili að FCI (Federation Cynologique Internationale), alþjóðasamtökum hundaræktarfélaga og er jafnframt aðili að  NKU (Nordisk Kennel Union) sem eru samtök norrænu hundaræktarfélaganna.

Á hverju ári stendur HRFÍ, og deildir innan þess, fyrir alþjóðlegum og íslenskum ræktunarsýningum og hlýðni-, spora-, smalahunda-, hundafimi- og veiðiprófum. Með hund af tegundinni Flatcoated Retriever er m.a hægt að taka þátt í sýningum og hlýðni-, spora- veiði- og hundafimiprófum. Ef vel gengur í prófum og/eða sýningum þá getur hundur unnið sér inn titill sem kemur fram í ættbók hunds.

Titlarnir eru settir fram sem skammstöfun fyrir framan nafn hunds og þar sem oft getur reynst almennum hundaáhugamanni erfitt að lesa úr þá eru hér að neðan settar fram valdar skammstafanir ásamt útskýringum.

 

OB I – Hlýðni I: hundur þarf að hafa hlotið þrisvar sinnum 1. einkunn í hlýðni I, hjá minnst tveimur dómurum

 OB II – Hlýðni II: hundur þarf að hafa hlotið þrisvar sinnum 1. einkunn í hlýðni II, hjá minnst tveimur dómurum.

OB III – Hlýðni III: hundur þarf að hafa hlotið þrisvar sinnum 1. einkunn í hlýðni III, hjá minnst tveimur dómurum.

OB elite– Hlýðni Elite: hundur þarf að hafa hlotið þrisvar sinnum 1. einkunn í hlýðni Elite hjá minnst tveimur dómurum.

ISObCh: titill sem hægt er að sækja um hafi hundur lokið 1.einkunn í Hlýðni- I, -II, -III og fá 1.einkunn a.m.k þrisvar sinnum í hlýðni Elite.

 

ISFtCh:  íslenskur veiðimeistari

ISTrCh:  íslenskur sporameistari

ISAgCh: íslenskur hundafimimeistari

 

C.I.B.: alþjóðlegur meistari

C.I.E.: alþjóðlegur sýningameistari

BOB: besti hundur tegundar

BOS: besti hundur af gagnstæðu kyni

BOG: besti hundur tegundahóps

BIS: besti hundur sýningar

ISCh: íslenskur meistari

ISShCh: íslenskur sýningameistari

ISTrCh – Sporameistari: hundur þarf að hafa lokið 1. einkunn í spori I,II og III.

 

(listi þessi er ekki tæmandi)

Auglýsingar

Ein hugrenning um “Um ættbækur

  1. Bakvísun: Vinnupróf, veiðipróf og sýningar | Flatcoated Retriever á Íslandi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s